Hjólreiðakona og hjólreiðamaður Bjarts 2022
Árs- og uppskeruhátíð Bjarts 2022 fór fram laugardaginn 24. september s.l. í veislusal SH í Ásvallalaug. Fyrr um daginn fór fram hinn árlegi Ástjarnarsprettur þar sem hjólaðir eru 4 hringir og stóð Gunnar Stefánsson uppi sem sigurvegari, Guðlaugur Stefán Egilsson lenti í 2. sæti og Þorsteinn Lárusson endaði svo í 3. sæti.
Í ár var í fyrsta skipti veittir farandbikarar fyrir hjólreiðakonu og hjólreiðamann Bjarts. Þeir aðilar sem hljóta þennan heiður hafa lagt stund á íþróttina, keppt og náð árangri í keppnisgreinum sínum.
Díana Björk Olsen
Þorsteinn Bárðason