Sumaræfingar 2024

Langar þig að hjóla í góðum félagsskap í sumar og komast í frábært form?

Þá er tilvalið að skella sér á æfingar hjá okkur í Hjólreiðafélaginu Bjarti.

Við verðum með þrjár hjólaæfingar í viku fyrir götuhjól og eina í viku fyrir gravel/fjallahjól, ásamt 4 vikna götuhjólanámskeiði fyrir byrjendur og endurkomuhjólara sem eru að mæta aftur eftir langa fjarveru.

Almennar æfingar fara fram þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 19:00 og sunnudaga klukkan 9:00 og er stefnt að því að hafa þær getuskiptar.

Gravel/fjallahjólaæfingar fara fram á miðvikudögum klukkan 19:00

Æfingar/námskeið fyrir byrjendur og endurkomuhjólara hefjast þriðjudaginn 14. maí og standa í 4 vikur og fara æfingar fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00. Verð: Árgjald félagsins sem er kr. 19.000

Hjólað er frá Pallett á Strandgötu.

Ekki hika við að senda okkur skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar á bjarturcc@gmail.com

Next
Next

Hjólreiðakona og hjólreiðamaður Bjarts 2023